Allir eiga að vera góðir við alla

Myndmennt í 1. bekk
Myndmenntahópurinn í 1. bekk teiknaði og litaði þessi fallegu hjörtu. Spjallað var um hvaða merkingu svona hjörtu gætu haft og niðurstaða hópsins var alveg skýr. "Allir eiga að vera góðir við alla". Þetta eru falleg skilaboð frá 1. bekk og endurspegla mikilvægi vináttu og góðvildar.