Góðir gestir frá Japan

Gestir frá Japan í Hamraskóla

Háskólakennarar frá Japan heimsækja Hamraskóla

Í vikunni fengum við  heimsókn frá Japan  í Hamraskóla.  Um er að ræða rannsóknarteymi  frá Tokyo sem var að kynna sér Hamrasetur, sérdeildina okkar fyrir einhverfa nemendur.  Teymið skoðaði einnig skólann okkar og margt vakti áhuga þeirra í skólaumhverfinu.   Nokkrir nemendur gáfu sig á tali við þau og svo skemmtiega vildi til að einn þeirra  kunni örlítið í japönsku og gat nýtt þá kunnáttu sína.