Hamraskóli fær regnbogavottun
Við erum stolt að tilkynna að skólinn okkar hefur nú fengið regnbogavottun! Þetta er mikilvægur áfangi í okkar vegferð til að tryggja vellíðan allra í skólasamfélaginu og koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.
Regnbogavottunin felur í sér að allt starfsfólk hefur fengið fræðslu um hinseginleika og að skólinn hefur innleitt stefnu sem tryggir réttindi og jafna stöðu hinsegin fólks. Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar er lögð til grundvallar regnbogavottunni. Hún byggir á jafnræðisreglunni og miðar að því að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, líf-og stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.