Ráðgátan um gullskóinn

gullskór

Nemendur leysa ráðgátu um gullskóinn

Nemendur í 1. til 7. bekk tóku nýlega þátt í spennandi verkefni þar sem þeir unnu saman að því að leysa ráðgátu. Á hverjum degi fengu þeir nýjar vísbendingar sem leiddu þá áfram í leitinni að týnda gullskónum.

Lesið í vísbendingar

Verkefnið var bæði skapandi og skemmtilegt þar sem nemendur unnu samhliða að mörgum verkefnum sem tengdust vísbendingum. Þeir þurftu að lesa, skrifa, teikna  og vinna saman í hópum til að komast að niðurstöðu. 

Að lokum tókst nemendunum að leysa ráðgátuna og fundu þeir út að gullskóinn var inni hjá bókasafnskennaranum sem langaði svo að hafa skóinn inn hjá sér í smá tíma og faldi hann undir galdrahatti. Þetta var áhugavert og skemmtilegt verkefni  og nemendum fannst gaman að vinna að sameiginlegu markmiði.