Vettvangsferð í Elliðaárstöð

7. bekkur við Elliðaár

Nemendur í 7. bekk hafa heimsótt rafstöðina í Elliðaárdal í tvígang í vetur. 

Í vetur hafa nemendur í 7. bekk farið í tvær vettvangsferðir í Elliðaárstöð. Þar starfar fólk sem fræðir ungmenni um vísindi, orku og auðlindir og viðfangsefnin eru skoðuð á þverfaglegan hátt.

Í fyrri ferðinni fengu nemendur leiðsögn um rafstöðina í Elliðaárstöð og gerðu tilraunir með stöðurafmagn. Einnig lærðu þeir um undraheim raforkunnar og þær tækniframfarir sem áttu sér stað í kjölfar rafvæðingar.

Í seinni ferðinni fóru nemendur í ratleik. Krakkarnir leystu ýmsar þrautir og lærðu um orku og vísindi í leiðinni. 

Nemendur stóðu sig mjög vel og voru skólanum sínum til mikils sóma.