Foreldrastarf í Hamraskóla
Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Í hverjum skóla er starfrækt foreldrafélag, foreldraráð eða skólaráð.
Foreldrafélag í Hamraskóla
Við Hamraskóla starfar öflugt foreldra félag sem hefur það að markmiði að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Í hverjum bekk eru tveir bekkjarfulltrúar kosnir úr hópi foreldra og er hlutverk þeirra að stuðla að auknu samstarfi foreldra og nemenda.

Stjórn foreldrafélags 2024-2025
Formaður: Jóna Björk Viðarsdóttir
María Lilja Moritz Viðarsdóttir
Bekkjarfulltrúar
1. bekkur
- Katrín Harpa Ásgeirsdóttir
- Sunna Lind Svavarsdóttir
- Elísabet Jónsdóttir
2. bekkur
- Sif Vilhjálmsdóttir
- Elísa Finnsdóttir
3. bekkur
- Edda Sigrún Svavarsdóttir
- Elísa Anna Hallsdóttir
- Sunna Lind Svavarsdóttir
4. bekkur
- Rakel Pálsdóttir
- Svandís Hrefna Aðalsteinsdóttir
- Hallveig Guðmundsdóttir
- Kristín Ásmundsdóttir Thorstensen
5. bekkur
- Jóna Björk Viðarsdóttir
- Marta Kristín Jósefsdóttir
- Lilja Dís Sigurgeirsdóttir
- Sunna Lind Svavarsdóttir
6. bekkur
- Inga Gerða Pétursdóttir
- Edda Sigrún Svavarsdóttir
- Dagbjört Halla Gunnarsdóttir
7. bekkur
- Guðrún Einarsdóttir
- Ásdís Erna Guðmundsdóttir
- Lovísa Kristín Karlsdóttir
- Vilborg Halldórsdóttir
Stefna skólans í foreldrasamstarfi
Gott samstarf heimila og skóla er ein meginforsenda þess að skólaganga barna verði farsæl. Starfsfólk Hamraskóla leggur á það áherslu að samstarf byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu. Stuðningur foreldra er mikilvægur stuðningur við starfið í skólanum og eru foreldrar hvattir til að vera virkir í samstarfi. Sérstök áhersla lögð á þróun samstarfs foreldra og skóla í náinni samvinnu foreldrafélags og starfsmanna Hamraskóla. Lokið verður við gerð samstarfsáætlunar skóla og heimila með það að markmiði að formfesta samstarfið og bæta það.
Samráðsfundir/Foreldrafundir
Foreldrum og nemendum er boðið tvisvar á ári til samtals við kennara þar sem farið er yfir framvindu náms, líðan nemenda, skólasókn og félagslega færni. Aðrir viðtalstímar eru eftir samkomulagi. Foreldrar og kennarar geta einnig sent upplýsingar á milli með tölvupósti.
Kynningarfundir fyrir foreldra
Í upphafi skólaárs eru haldnir kynningarfundir fyrir foreldra. Á fundunum er m.a. farið yfir kennslufyrirkomulag og önnur hagnýt atriði er tengjast skólastarfinu.