Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Hamraskóli tók til starfa haustið 1991 og eru nemendur nú 225 í 1.-7. bekk. Skólinn er heilsueflandi skóli og er áhersla lögð á hreyfingu, gleði og virkni nemenda. Í skólanum er rík áhersla lögð á vinsamlegt skólasamfélag, jákvæð og góð samskipti meðal nemenda og starfsfólks.

Unnið er með vaxandi hugarfar þar sem nemendum er kennt að takast á við áskoranir og líta á mistök sem námstækifæri. Leiðsagnarnám er rauður þráður í námi nemenda og á að endurspeglast í öllum greinum, bóklegum sem verklegum. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverfa sem ætluð er börnum með einhverfu greiningu. Framtíðarsýn skólans er að efla leiðsagnarnám í skólanum og að nemendur og starfsfólk tileinki sér hugafar vaxtar. Einkunnarorð skólans eru góðvild, ábyrgð og tillitssemi.

Frístundaheimilið Simbað er fyrir börn í 1.-4. bekk í Hamraskóla og félagsmiðstöðin Fjörgyn býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

Skólastarfið

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Hamraskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans. Í skólaráði Hamraskóla sitja: 

Anna Bergsdóttir, skólastjóri, Sandra Ýr Gísladóttir fulltrúi kennara, Hulda Óskarsdóttir, fulltrúi kennara, Erla María Markúsdóttir, fulltrúi kennara varamaður, Zoran Stosic, fulltrúi starfsmanna.

Sigurður Kaiser, fulltrúi foreldra, Edda Sigrún Svavarsdóttir, fulltrúi foreldra, Magnús Pétur Bjarnason, fulltrúi grenndarsamfélags

Anna María Mach, fulltrúi nemenda, Eva Bjarkadóttir, varafulltrúi nemenda, Sigurður Óli Haraldsson,  fulltrúi nemenda.

Fundargerð skólaráðs 15. október 2024

Fundargerð skólaráðs 29. febrúar 2024

Fundargerð skólaráðs 15. mars 2023

 

 

Skólareglur

Í aðalnámskrá grunnskóla segir í kaflanum um skólabrag að nemendur þurfa að tileinka sér í daglegu lífi ýmsa þætti til þess að vera virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi þar á meðal samskiptahæfni, virðingu, umburðarlyndi auk skilnings á uppbyggingu lýðræðislegs þjóðfélags. Nemendur þurfa að læra að umgangast hvern annan og allt starfsfólk skóla í sátt og samlyndi, taka ábyrgð á eigin framkomu og hegðun og virða skólareglur.

Í Hamraskóla er leitast við að hafa skólareglur skýrar og einfaldar. 

Skólareglum er skipt í tvo flokka; reglufylki og almennar skólareglur.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

 

Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.

 

Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af Fjólu á leið í skólann ásamt fleiri nemendum og foreldrum

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

 

Foreldrar/forsjáraðilar skrá mataráskrift í kerfi Skólamatar og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu til dæmis allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar og svo framvegis. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skólamatar.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

 

Skólahverfi Hamraskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það fer.

 

Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. 

 

Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Hamraskóla.