Aðalfundur foreldrafélagsins
Aðalfundur foreldrafélags Hamraskóla og fræðsla um foreldrasamstarf, samfélagsmiðla og netöryggi verður miðvikudaginn 5. nóvember kl. 17.30 í Hamraskóla.
Dagskrá:
- Jóna Björk Viðarsdóttir, formaður foreldrafélags kynnir starf foreldrafélagsins.
- Erindi um foreldrasamstarf. Dagbjört Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri foreldrasamstarfs fjallar um mikilvægi foreldrasamstarfs, verndandi þætti og áhættuþætti í lífi barna. Rannsóknir sýna fram á forvarnargildi samstíga foreldrahóps, auk þess gegnir öflugur og samstíga foreldrahópur mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að styðja við og stuðla að góðri menningu innan barnahópsins.
- Erindi frá Netvís. Haukur Brynjarsson, sérfræðingur hjá Netvís verður með erindi sem heitir Algóritminn sem elur mig upp og fjallar um samfélagsmiðla, snjalltæki, gervigreind, upplýsingaóreiðu, aldurstakmörk, netöryggi og margt fleira.