Kennsluhættir í Hamraskóla
Hamraskóla leggjum við áherslu á leiðsagnarnám sem byggir á rannsóknum um árangursríkar aðferðir varðandi nám og kennslu.
Við tengjum vaxandi hugarfar (growth mindset) inn í kennsluna með markvissri hvatningu og endurgjöf. Nemendur eru hvattir til að taka áskorunum og sýna þrautseigju í námi.
Mistök eru námstækifæri
Nemendur eru hvattir til að taka áskorunum og sýna þrautseigju í námi. Litið er á mistök sem námstækifæri og þau eðlilegur hluti af náminu. í leiðsagnarnámi á að vera skýrt fyrir nemandanum hvar hann er staddur og hver eru næstu skref í náminu.
Uppbygging kennslustundar
Kjarninn í uppbyggingu kennslustundar í leiðsagnarnámi er:
- Hæfniviðmið - hæfni samkvæmt aðalnámskrá
- Árangursviðmið - leiðsögn fyrir nemendur þar sem markmið kennslustundar eru bútuð niður
- Vinnulota
- Endurgjöf
- Samantekt