Námsmat í Hamraskóla
Í Hamraskóla vinnum við með hæfniviðmið aðalnámskrár sem sett eru fram í hverri námsgrein og metum þau. Á mentor má sjá hæfnikort nemanda og eru þar fjöldamörg hæfniviðmið í hverri grein.
Unnið var að samræmingu hæfniviðmiða á milli skólastiga og þess gætt að ákveðinn stígandi og samræming sé í námi nemenda milli árganga. Að lágmarki á 12 vikna fresti skal setja námsmat inn í mentor og birta það foreldrum. Sjálfsagt er að birta nám nemenda oftar og jafnóðum þegar mat fer fram.
Matskvarði
Matskvarðinn er skilgreindur sem sex einkunnir: A, B+, B, C+, C og D.
Einkunnina A fá þeir sem sýna framúrskarandi hæfni og einkunnina C fá þeir sem standast ekki þær kröfur sem gerðar eru í B einkunnar viðmiðum. D einkunn lýsir hæfni í námi sem nær ekki viðmiðum sem lýst er í C einkunn og er gert ráð fyrir að skóli geri þar grein fyrir hæfni nemanda út frá einstaklingsmiðaðri námskrá og áætlun.
Skilgreiningar á matskvaða
A Nemandi hefur náð framúrskarandi hæfni og betri árangri en viðmið gera ráð fyrir.
B+ Nemandi hefur náð mjög góðri hæfni út frá viðmiðum. Frammistaða er mjög góð og stöðug.
B Nemandi hefur náð hæfni út frá viðmiðum.
C+ Nemandi hefur að mestu náð hæfni út frá viðmiðum.
C Nemandi hefur aðeins náð hluta af hæfni út frá viðmiðum og þarfnast frekari þjálfunar.
D Nemandi hefur ekki náð hæfni út frá viðmiðum.